Byrjað að reisa möstur Kröflulínu

Mastur í nýrri kynslóð byggðalínu á milli Norður- og Austurlands …
Mastur í nýrri kynslóð byggðalínu á milli Norður- og Austurlands reist á Mývatnsöræfum. Vinna við lagningu línunnar gengur vel. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Vinna við lagningu Kröflulínu 3, á milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar, gengur vel, samkvæmt upplýsingum Landsnets. Byrjað er á nýjan leik að reisa möstur og vinna við að strengja vírana á þau hefst í ágúst.

Línan er um 122 kílómetrar að lengd. Hún tengir saman raforkukerfin á Norðurlandi og Austurlandi og á að auka stöðugleika og gæði orkuafhendingar.

Framkvæmdir hófust á síðasta ári. Nú er unnið að jarðvinnu á þremur svæðum, við Kröflu og í Jökuldal. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að jarðvinna sé langt komið á fyrsta svæðinu sem nær frá Kröflu að Jökulsá á Fjöllum og er stefnt að því að henni ljúki í mánuðinum. Á svæði 2, á milli Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú, er um fjórðungur eftir. Á þriðja svæðinu, frá Jökulsá að Fljótsdalsstöð, er jarðvinna um það bil hálfnuð og stefnt að verklokum í september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert