Hjóla hringinn í kringum landið

Liðsmenn Rynkey æfa sig á Álftanesi.
Liðsmenn Rynkey æfa sig á Álftanesi. Kristinn Magnússon

Hjólreiðahópurinn Team Rynkeby leggur af stað á morgun í hringferð um landið til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB.

Um góðgerðarhjólreiðar er að ræða sem hafa árlega farið fram frá Danmörku til Parísar, en vegna kórónuveirufaraldursins var ferðinni frestað í ár og þátttakendur frekar hvattir til að hjóla innanlands.

Lagt verður af stað frá Barnaspítala Hringsins kl. 10 á morgun, í lögreglufylgd. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SKB, mun halda tölu áður en hópurinn hjólar af stað.

Team Rynkeby á Íslandi mun hjóla 850 km í kringum landið til 11. júlí nk. Team Rynkeby er stærsta evrópska góðgerðarverkefnið, þar sem þátttakendur hjóla á hverju ári 1.200 km leið frá Danmörku til Parísar til styrktar langveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Team Rynkeby Ísland var stofnað árið 2017 með það að markmiði að hjóla í söfnunarátaki Team Rynkby til styrktar SKB. Á síðastliðnu ári söfnuðust 23,6 milljónir kr.

Alls söfnuðu öll Team Rynkeby-liðin um 1,5 milljörðum kr. í fyrra. Unnt er að heita 1.500 krónum á Team Rynkeby með því að hringja í styrktarnúmerið 907-1601, 3.000 kr. með því að hringja í 907-1602 og 5.000 kr. í númerið 907-1603.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert