Róbert ráðinn ótímabundið

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Róbert Marshall hefur ótímabundið verið ráðinn í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Íslands. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og í kjölfarið gengið frá ráðningunni.

Róbert staðfestir þetta í samtali við mbl.is og segir að ráðning upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar sé pólitísk skipun og er ekki skylt að auglýsa hana, frekar en gert er þegar ráðnir eru aðstoðarmenn ráðherra.

„Það hefur bara verið mjög krefjandi og skemmtilegt að takast á við þetta og nú er gagnkvæmur áhugi á að ég haldi þarna áfram,“ segir Róbert við mbl.is. Hann var fyrst ráðinn til þriggja mánaða í miðjum heimsfaraldri 20. mars. 

Sjálfur er Ró­bert fyrr­ver­andi alþing­ismaður fyrir Samfylkinguna og síðar Bjarta framtíð en hef­ur starfað við fjalla­leiðsögn, þjálf­un og úti­vist und­an­far­in ár, eins og sagði í til­kynn­ingu þegar Róbert var fyrst ráðinn í starfið. Hann var formaður ungra ungra alþýðubandalagsmanna á yngri árum.

Hann starfaði við fjöl­miðla um ára­bil og var aðstoðarmaður sam­gönguráðherra áður en hann sett­ist á þing árið 2009. Ró­bert er fyrr­ver­andi formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands og var um tíma for­stöðumaður frétta­sviðs 365. Hann stundaði fisk­vinnslu, neta­gerð og sjó­mennsku í Vest­manna­eyj­um og er stúd­ent frá fram­halds­skól­an­um þar. Á þingi gegndi hann m.a. þing­flokks­for­mennsku, for­mennsku í alls­herj­ar­nefnd, for­mennsku í Íslands­deild þings Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu og sat í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd, Þing­valla­nefnd og Norður­landaráði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert