0 innanlandssmit — í mesta lagi eitt við landamærin

Skimað er í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar. Þar greindust fjögur smit …
Skimað er í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar. Þar greindust fjögur smit í gær, en þau virðast ekki vera virk. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands á landinu í gær, samkvæmt upplýsingum frá Rögnvaldi Ólafssyni, verkefnastjóra hjá almannavörnum. Fjögur smit greindust á landamærunum, þrjú þeirra eru gömul og óvirk, eitt er enn til skoðunar en er trúlega einnig gamalt. Þetta virðist því hafa verið alls kostar smitlaus dagur.

Á covid.is bætast við fjórir í einangrun en þeir eru að líkindum þessi fjögur smit úr landamæraskimuninni og eftir er að skrá þau úr einangrun í ljósi þeirrar niðurstöðu að smitin eru ekki virk. Þá stendur að landamærasmitin hafi verið fimm á covid.is en Rögnvaldur segir þau fjögur.

Samtals eru smitin orðin 1.860 á Íslandi. 441 eru í sóttkví og þar bætast aðeins örfáir við frá því í gær, þegar í sóttkví voru 438. 1.484 sýni voru tekin á landamærum Íslands í gær, 138 á veirufræðideild LSH og 259 hjá Íslenskri erfðagreiningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert