Hefur fengið 75 milljónir

Forlagið, stærsta bókaforlag landsins, rekur bókabúð úti á Granda.
Forlagið, stærsta bókaforlag landsins, rekur bókabúð úti á Granda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forlagið, stærsta bókaforlag landsins, hefur fengið 75 milljónir króna í endurgreiðslur frá íslenska ríkinu síðustu 18 mánuði. Umræddar greiðslur eru í samræmi við nýleg lög sem sett voru til að styðja við íslenska bókaútgáfu.

Eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni hefur verið gengið frá samningi um að sænska stórfyrirtækið Storytel AB kaupi 70% hlutafjár Forlagsins. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Haft var eftir Agli Erni Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Forlagsins, á fimmtudag að fyrirtækið myndi eftir sem áður gefa út íslenskar bækur eftir íslenska höfunda og myndi því áfram sækja um endurgreiðslur útgáfukostnaðar, þótt eignarhaldið færðist til Svíþjóðar.

„Styrkirnir hafa verið veittir sem stuðningur við útgáfu á íslensku efni. Eignarhald félagsins skiptir þar ekki máli,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um þessar endurgreiðslur ríkisins í gær.

Samkvæmt svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins hefur úthlutunarnefnd fjallað um 465 umsóknir um endurgreiðslur vegna útgáfu bóka á íslensku frá því að lög um þau tóku gildi í ársbyrjun 2019.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert