Mikil ásókn í glugganet gegn lúsmýi

Margrét hefur verið með glugganet í bústaðnum sínum síðustu þrjú …
Margrét hefur verið með glugganet í bústaðnum sínum síðustu þrjú ár til að verjast lúsmýi. Netin reyndust svo vel að hún fór að selja þau hér. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta hefur verið notað í skosku hálöndunum árum saman gegn lúsmýi og virkar vel,“ segir Margrét Guðrún Jónsdóttir, sem hóf í vor að flytja inn glugganet til varnar lúsmýi.

Margrét hefur þurft að kljást við hið hvimleiða lúsmý í sumarbústað sínum undanfarin ár eins og margir. Hún varð sér úti um glugganet fyrir þremur árum og fannst þau reynast svo vel að hún ákvað að bjóða þau sjálf til sölu í versluninni Glugganet.is í Auðbrekku í Kópavogi.

„Þetta hefur verið mjög vinsælt og það er mikið að gera. Við erum á fullu fram á öll kvöld til að geta afhent glugganetin. Það þýðir ekki að afhenda þau í ágúst þegar lúsmýið er farið,“ segir Margrét í Morgunblaðinu í dag.

Hún segir aðspurð að sumarbústaðafólk af Suðurlandi og Vesturlandi hafi verið áberandi í hópi kaupenda. Til hennar hefur líka leitað fólk sem kaupir glugganet fyrir heimili sín í Grafarvogi, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Kjalarnesi og Kjósinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert