43 akademískir starfsmenn Háskóla Íslands fengu í fyrradag framgang í starfi að undangengnu ítarlegu faglegu mati á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviða skólans og forseta sviðanna.
Alls fengu 24 framgang í starf prófessors, þeirra á meðal Silja Bára Ómarsdóttir við stjórnmálafræðideild og Gylfi Magnússon við viðskiptafræðideild. Þá fengu 17 framgang í starf dósents og tveir framgang í starf fræðimanns innan Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.
Listann í heild sinni má sjá hér að neðan:
Ásta Dís Óladóttir í starf dósents við viðskiptafræðideild | |
Erla S. Kristjánsdóttir í starf prófessors við viðskiptafræðideild | |
Friðrik Larsen í starf dósents við viðskiptafræðideild | |
Gyða Margrét Pétursdóttir í starf prófessors við stjórnmálafræðideild | |
Gylfi Magnússon í starf prófessors við viðskiptafræðideild | |
Inga Minelgaité í starf prófessors við viðskiptafræðideild | |
Ingólfur V. Gíslason í starf prófessors við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild | |
James Rice í starf dósents við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild | |
Magnús Þór Torfason í starf dósents við viðskiptafræðideild | |
Margrét Sigrún Sigurðardóttir í starf dósents við viðskiptafræðideild | |
Sigrún Gunnarsdóttir í starf prófessors við viðskiptafræðideild | |
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir í starf prófessors við stjórnmálafræðideild | |
Silja Bára Ómarsdóttir í starf prófessors við stjórnmálafræðideild | |
Svala Guðmundsdóttir í starf prófessors við viðskiptafræðideild | |
Úlf Viðar Níelsson í starf prófessors við viðskiptafræðideild | |
Valgerður Sólnes í starf dósents við lagadeild |
Árni Árnason í starf prófessors við læknadeild | |
Berglind Hálfdánsdóttir í starf dósents við hjúkrunarfræðideild | |
Bertrand Lauth í starf dósents við læknadeild | |
Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson í starf prófessors við sálfræðideild | |
Heiða María Sigurðardóttir í starf dósents við sálfræðideild | |
Pétur Henry Petersen í starf prófessors við læknadeild | |
Ragnar Pétur Ólafsson í starf prófessors við sálfræðideild | |
Sigurbergur Kárason í starf prófessors við læknadeild | |
Stefán Sigurðsson í starf prófessors við læknadeild | |
Sveinn Hákon Harðarson í starf dósents við læknadeild | |
Viðar Arnar Eðvarðsson í starf prófessors við læknadeild | |
Þorvarður Jón Löve í starf prófessors við læknadeild |
Björn Þór Vilhjálmsson í starf dósents við íslensku- og menningardeild | |
Erla Hulda Halldórsdóttir í starf prófessors við sagnfræði- og heimspekideild | |
Hlynur Helgason í starf dósents við íslensku- og menningardeild | |
Ragnheiður Kristjánsdóttir í starf prófessors við sagnfræði- og heimspekideild | |
Rúnar Helgi Vignisson í starf prófessors við íslensku- og menningardeild | |
Vilhelm Vilhelmsson í starf fræðimanns við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands | |
Þorvarður Árnason í starf fræðimanns við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands |
Jón Ingvar Kjaran í starf prófessors við deild menntunar og margbreytileika | |
Kristín Jónsdóttir í starf dósents við deild kennslu og menntunarfræða | |
Rannveig Björk Þorkelsdóttir í starf dósents við deild faggreinakennslu |
Anna Hulda Ólafsdóttir í starf dósents við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild | |
Ásdís Helgadóttir í starf dósents við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild | |
Bing Wu í starf dósents við umhverfis- og byggingarverkfræðideild | |
Steinn Guðmundsson í starf prófessors við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild | |
Valentina Puletti í starf prófessors við raunvísindadeild |