Um helgina verður þess minnst að 90 ár eru liðin frá stofnun heimilis að Sólheimum í Grímsnesi.
Þar er í dag 41 íbúi með fötlun, en á staðnum búa alls um 100 manns og sinna fjölbreyttum störfum, svo sem garðyrkju og listmunagerð, að því er fram kemur í umfjöllun um afmæli Sólheima í Morgunblaðinu í dag.
Til næstu ára litið telur Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima, að starf þar með fötluðum verði með líku lagi og nú. Möguleikar séu þó til þess að efla atvinnustarfsemi, s.s. lífræna ræktun. Hún hefur lengi verið stunduð á Sólheimum, sem eru vistvæn byggð og fyrirmynd á heimsvísu.