Aldrei hafi reynt á lögmæti smálána

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að aldrei hafi reynt á lögmæti smálána fyrir dómi.

Hann hvetur fólk til að greiða ekki smálánaskuldir ættingja heldur láta á það reyna hvort fyrirtæki treysti sér til að sækja mál, en það efast hann um. Lagabreytingar þurfi ekki til, enda eigi núverandi löggjöf að taka á lánum þar sem lánveitandi nýtir sér neyð og bágindi lántaka.

Að mati Vilhjálms eru smálántakendur, sem ekki hafi forsendur til að vita hvað þeir eru að gera, beittir ofbeldi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert