Kjarasamningar leik- og grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa nú verið lausir í rúmt ár.
Daglegir fundir eru milli samninganefnda, en Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir í Morgunblaðinu í dag, að allt kapp lagt á að ljúka viðræðum fyrir haustið.
Óvenjulegt sé að fundað sé um hásumar, en það skýrist af óvenjulegum aðstæðum í samfélaginu.