„Er Kári on eða off?“

Er Kári on eða off?
Er Kári on eða off? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Netverjar hafa gert þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að láta af skimun fyrir kórónuveirunni eftir 13. júlí að umtalsefni í dag. 

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, sendi í dag Katrínu bréf þar sem hann til­kynnti að þætti ís­lenskr­ar erfðagrein­ing­ar í skimun fyr­ir kór­ónu­veirunni væri lokið eft­ir 13. júlí. 

Talsvert hefur verið rætt um þessi tíðindi á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. „Ég þakka Kára fyrir góða sýnikennslu í mögulegum hættum sem fylgja aðkomu einkageirans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu,“ skrifar fjölmiðlamaðurinn Hrafn Jónsson í færslu sinni á meðan kollegi hans Helgi Seljan Jóhannsson spyr einfaldlega hvort Kári sé „on eða off?“




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert