Netverjar hafa gert þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að láta af skimun fyrir kórónuveirunni eftir 13. júlí að umtalsefni í dag.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sendi í dag Katrínu bréf þar sem hann tilkynnti að þætti íslenskrar erfðagreiningar í skimun fyrir kórónuveirunni væri lokið eftir 13. júlí.
Talsvert hefur verið rætt um þessi tíðindi á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. „Ég þakka Kára fyrir góða sýnikennslu í mögulegum hættum sem fylgja aðkomu einkageirans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu,“ skrifar fjölmiðlamaðurinn Hrafn Jónsson í færslu sinni á meðan kollegi hans Helgi Seljan Jóhannsson spyr einfaldlega hvort Kári sé „on eða off?“
Hey vá það er næstum eins og það sé slæmt að massíft samfélagslegt vald sé í höndum sérvitra auðmanna sem bera engar skyldur og er drullusama um alla nema sjálfan sig. Hvern hefði grunað?! pic.twitter.com/w4k8xSBuZu
— Hjalti B. (@HjaltiBValthors) July 6, 2020
Ég þakka Kára fyrir góða sýnikennslu í mögulegum hættum sem fylgja aðkomu einkageirans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) July 6, 2020
Tryggðu þér eintak. pic.twitter.com/9hyQMq2QUa
— Atli Fannar (@atlifannar) July 6, 2020
Stjórnvöld hafa tvo valkosti.
— Atli Fannar (@atlifannar) July 6, 2020
Gera þetta sjálf og helst segja okkur hvernig þau ætla að fara að þessu fyrir vikulok. Eða mæta (aftur) fyrir utan hjá Kára: pic.twitter.com/7EAblos6k1
Er Kári on eða off?
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) July 6, 2020