Jarðskjálfti norðaustur af Grindavík

Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Á níunda tímanum í gærkvöldi varð skjálfti af stærð 2,9 um 3 kílómetra norðaustur af Grindavík. Tilkynningar bárust Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist í byggð, að því er fram kemur á vef veðurstofunnar. 

Skjálftinn er hluti af jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í nágrenni grindavíkur í rúman mánuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert