Sterk staða í nýsköpunarstiganum

Nýsköpun og rannsóknir. Ísland er talið standa sig vel skv. …
Nýsköpun og rannsóknir. Ísland er talið standa sig vel skv. nýjum samanburði.

Vonir eru bundnar við að vegur nýsköpunar fari vaxandi og nýsköpun verði aukinn aflvaki í atvinnulífinu. Nýjustu samanburðarkannanir benda til að svo gæti orðið.

Ísland er nú talið standa sig vel í nýsköpun að því er fram kemur í umfjöllun Hugverkastofu á vefsíðu stofnunarinnar, því samkvæmt Evrópsku stigatöflunni um nýsköpun á árinu 2020, sem birt var nýlega, er Ísland í tólfta sæti af 37 löndum sem samanburðurinn nær til.

Fram kemur að nýsköpun hér á landi var yfir meðaltali í fyrra samanborið við ríki innan Evrópusambandsins og staða Íslands sem nýsköpunarlands er sögð sterk.

Þróunin hér á landi hefur þó ekki öll verið upp á við því frammistaða Íslands hefur dvínað þegar litið er yfir lengra tímabil eða frá 2012 samanborið við ESB-lönd. Aðrar Norðurlandaþjóðir standa Íslandi framar því Svíþjóð, Finnland og Danmörk eru í öðru til fjórða sæti á evrópsku stigatöflunni og Noregur er í níunda sæti, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert