Fjölmenni var í Búðardal í gær þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði Vínlandssetrið þar formlega.
Setrið er í gömlu húsi við höfnina í kauptúninu. Á efri hæð þess er sýning þar sem með myndverkum tíu íslenskra listamanna og margtyngdri hljóðleiðsögn er rakin saga af landafundum norrænna manna á landnámsöld, fundi Grænlands og Vínlands hins góða.
Dalirnir tengjast sögunni þannig, að frá Eiríksstöðum í Haukadal var Eiríkur rauði sem árið 1000 hélt í vestur og fann Grænland. Þaðan fór seinna sonur hans, Leifur heppni, og fann Ameríku fyrstur norræna manna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.