Ekkert rætt um að Kári hætti við að hætta

Katrín Jakobsdóttir og Kári Stefánsson funduðu í dag.
Katrín Jakobsdóttir og Kári Stefánsson funduðu í dag. mbl.is/samsett mynd

Á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ræddu Katrín og Kári það að stjórnvöld ættu áfram þann kost að leita í reynslubanka og starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.

Kári og Katrín ræddu einnig hugmynd Kára um stofnun faraldsfræðistofnunar en ekkert var rætt um að Íslensk erfðagreining myndi hætta við að hætta aðkomu að skimun fyrir veirunni. 

Kári tilkynnti í vikunni að Íslensk erfðagreining ætlaði að hætta öllum skimunum fyrir veirunni næstkomandi þriðjudag. Til þessa hefur fyrirtækið séð um að greina öll sýni sem tekin eru á landamærunum. Þau skipta þúsundum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert