Runólfur Oddsson, ræðismaður Íslands í Slóvakíu og umboðsmaður Jessenius-læknaskólans, segir þrjú inntökupróf munu fara fram á næstu vikum vegna náms ytra.
Í fyrsta lagi vegna náms í tannlækningum og læknisfræði við Palacký-háskóla í Olomouc í Tékklandi. Umsóknarfrestur sé til 13. júlí en netpróf fari fram 20. júlí.
Í öðru lagi vegna náms við Jessenius-læknaskólann í borginni Martin í Slóvakíu. Umsóknarfrestur sé til 17. júlí en netpróf fari fram 15. ágúst.
Í þriðja lagi fari fram inntökupróf í dýralæknaskólann í Košice í Slóvakíu. Umsóknarfrestur sé til 14. ágúst og fari netpróf fram 21. ágúst.