Loftbelgurinn leið um loftin blá

Loftbelgurinn skimar yfir Ytri-Rangá.
Loftbelgurinn skimar yfir Ytri-Rangá. Ljósmynd/Matthías Sveinbjörnsson

Nánast draumkenndur svipur var yfir öllu þegar loftbelgur sveif yfir Ytri-Rangá í gærmorgun.

Útsýnisflug í belgnum er eitt af því sem fólki býðst nú í tengslum við Allt sem flýgur, hátíð Flugmálafélags Íslands, sem stendur yfir þessa dagana á Helluflugvelli.

Nú á virku dögunum og fram að helgi verður á Íslandsmóti keppt í ýmsum kúnstum sem fluginu tengjast.

Um helgina verða sýningar á sumarhátíð flugáhugafólks á áhugaverðum flugvélum og fleira áhugavert fer þar fram, sem allt er til vitnis um öflugt grasrótarstarf á sviði flugsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert