Rannsókn lögreglu á bruna við Bræðraborgarstíg miðar vel og hafa kennsl einstaklinganna þriggja sem létust í brunanum verið staðfest af kennslanefnd Ríkislögreglustjóra. Þau sem létust voru öll pólskir ríkisborgarar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Nöfn þeirra sem létust verða ekki gefin upp að ósk aðstandenda. Einn þeirra sem slasaðist í brunanum er enn á gjörgæslu.
Lögregla getur ekki tjáð sig frekar um framvindu rannsóknarinnar að svo stöddu.