Rafræn sakavottorð fyrir 2.500 krónur

Sýslumaður gefur út sakavottorð. Nú er hægt er að sækja …
Sýslumaður gefur út sakavottorð. Nú er hægt er að sækja vottorðið á heimasíðu hans. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hægt er að nálgast sakavottorð sitt á netinu með notkun rafrænna skilríkja. Þessi breyting tók gildi nýlega en dómsmálaráðherra vekur athygli á því á Instagram. Þannig getur fólk sloppið við ferðina til sýslumanns og er skjalið sent í gegnum pósthólfið á ísland.is.

Þrátt fyrir þessa breytingu þarf enn að reiða fram 2.500 krónur til að verða sér úti um vottorðið.

Breytingin er liður í áætluninni um stafrænt Ísland, sem hefur það að markmiði að einstaklingar og fyrirtæki geti sinnt helstu erindum við opinbera aðila á einum stað á netinu.

Vika er síðan stafræn ökuskírteini voru tekin í gagnið og hafa tugþúsundir Íslendinga þegar sótt sér slík skírteini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert