Karlmaður á sjötugsaldri var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst á grundvelli almannahagsmuna. Dómari féllst á kröfu lögreglunnar um framlengingu gæsluvarðhalds í þágu rannsóknar hennar á brunanum á Bræðraborgarstíg.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókninni miði vel en ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.