Hafði ekki heimild til að skuldbinda LSR

Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ætlar að vinda ofan af samkomulagi sem forveri hennar í starfi gerði við yfirlögregluþjóna og jók lífeyrisréttindi þeirra samtals um 300 milljónir króna. Samkvæmt lögfræðiáliti sem Sigríður Björk lét gera hafði Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, ekki heimild til að gera slíkan samning.

Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV, en samkvænt álitinu, sem unnið var af Forum lögmönnum og RÚV hefur undir höndum voru samningarnir gagngert gerðir til að tryggja yfirlögregluþjónunum stóraukin lífernisréttindi á kostnað lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og mögulega ríkissjóðs.

Sigríður Björk ætlar að vinda ofan af ákvörðun forvera síns.
Sigríður Björk ætlar að vinda ofan af ákvörðun forvera síns. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá hafi Haraldur ekki haft heimild til að skuldbinda lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og að samningarnir hafi ekki stoð í lögum og stofnanasamningi ríkslögreglustjóra og Landssambands lögreglumanna og að vegna þess að þeir byggi ekki á lögmætum sjónarmiðum séu þeir ógildanlegir.

Sigríður Björk staðfestir við RÚV að hún hafi tilkynnt yfirmönnum embættisins að hún hyggist vinda ofan af samkomulaginu og ákvarða að nýju launasamsetningu og röðun í launaflokka í samræmi við lög, kjarasamning og stofnanasamninga.

Haraldur bauð yfirlögregluþjónum og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglu stjóra, og einum yfirlögregluþjóni hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, alls níu manns, að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun sem tryggði þeim aukin lífeyrisréttindi og var gjörningurinn mjög svo umdeildur, enda gerði það yfirlögregluþjónana hærra launaða en flesta lögreglustjóra í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert