Alls hafa verið greiddir 37,5 milljarðar króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði á þessu ári í almennar atvinnuleysisbætur og hlutabætur.
Atvinnuleysistryggingasjóður hafði í gær greitt út 20.140 milljónir í atvinnuleysisbætur og greiðslur vegna hlutabóta voru þá komnar í 17.364 milljónir króna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Fram hefur komið að einstaklingum á hlutabótum hefur fækkað úr 33 þúsund í apríl í um og yfir sjö þúsund.