Funduðu um faraldsfræðistofnun

Ég held að það sé alltaf mikilvægt þegar samfélag gengur …
Ég held að það sé alltaf mikilvægt þegar samfélag gengur í gegnum reynslu eins og við höfum gengið í gegnum að [samfélagið] nýti [reynsluna] til að læra af henni,“ segir Katrín. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensk erfðagreining, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, fulltrúar frá Háskóla Íslands og fleiri funduðu í gær um stofnun faraldsfræðistofnunar, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem var þó ekki viðstödd fundinn. 

„Þannig að okkur er auðvitað full alvara með að skoða þetta og ég á von á mótaðri tillögum um [stofnun faraldsfræðistofnunar],“ segir Katrín í samtali við mbl.is.

Spurð hvers vegna Íslendingar ættu að koma sér upp slíkri stofnun segir Katrín:

„Ég held að það sé alltaf mikilvægt þegar samfélag gengur í gegnum reynslu eins og við höfum gengið í gegnum að [samfélagið] nýti [reynsluna] til að læra af henni. Bæði það sem vel hefur gengið og við höfum viljað gera betur. Ég held að við gætum lagt ýmislegt af mörkum til rannsókna á þessu sviði með því að nota lærdóminn núna. Síðan myndi slík stofnun auka viðnámskraft okkar gagnvart framtíðarfaröldrum.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Segir alla fundi þeirra Kára uppbyggilega

Katrín fundaði með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar síðastliðinn miðvikudag, eftir að Kári tilkynnti að fyrirtækið myndi hætta að sinna greiningu sýna frá Keflavíkurflugvelli.

Aðspurð segir Katrín að fundurinn hafi verið uppbyggilegur. „Já, hann var bara góður, eins og allir okkar fundir eru.“

Spurð hvort Íslensk erfðagreining sé tilbúin í að stíga aftur inn í faraldurinn ef smit fara að breiðast út að nýju segir Katrín:

„Það lá fyrir að [Íslensk erfðagreining] myndi ekki vilja vera í þessu aðalhlutverki ótímabundið en þau hafa bæði lýst sig reiðubúin til þess að taka þátt í þessu samtali um faraldsfræðina og líka að vera innan handar með sína þekkingu og reynslu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert