Smálán vaxandi vandi

Ungt fólk leitar í auknum mæli til umboðsmanns skuldara vegna lána sem það fær ekki við ráðið og ört vaxandi hluti þeirra sem sækja um formlega greiðsluaðlögun hefur á herðum sér skuldir við smálánafyrirtæki.

Gagnrýni hefur verið sett fram á harkalegar innheimtuaðgerðir vegna smálána.

Að sögn Nínu Bjarkar Geirsdóttur, hópstjóra umboðsmanns, eru skjólstæðingar stofnunarinnar oft fólk sem safnað hefur miklum skuldum, tapað yfirsýn og er ráðþrota um eigin úrræði. Hún staðfestir að þar á bæ hafi menn ekki farið varhluta af auknum áhrifum smálána, sem lýsir sér best í því að hlutfall umsækjenda með slík lán, hefur vaxið úr 6 í 66% á síðustu átta árum.

Jaðarsettir hópar

Neytendasamtökin hafa látið sig málið varða og hafa frá því í haust safnað um 300 frásögnum frá einstaklingum sem segja farir sínar ekki sléttar. Breki Karlsson, formaður, er ómyrkur í máli og kallar smálánin „samfélagslegt mein“, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert