Einn var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir þriggja bíla árekstur við Stóru-Laxá hjá Flúðum í dag. Útkall barst rétt eftir hálffjögur.
Vísir greindi fyrst frá málinu.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar voru ökumenn bílanna þriggja einir á ferð, en tveir ökumannanna hlutu minniháttar áverka. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti við Borgarspítalann með þann þriðja klukkan 16:28.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var á flugi í námunda við svæðið og gat því brugðist hratt við, að sögn Landhelgisgæslunnar.
Fréttin verður uppfærð.