18 í einangrun

AFP

Alls eru 18 í einangrun á Íslandi vegna kórónuveirunnar og af þeim eru 16 með virkt smit. Tvö jákvæð sýni greindust í landamæraskimun í gær, 10. júlí. 82 eru í sóttkví.

Alls voru tekin 1.256 sýni og sýnin tvö sem reyndust jákvæð bíða niðurstöðu mótefnamælingar.

Frá 15. júní hafa 30.706 einstaklingar farið í sýnatöku við landamæraskimun. Af þeim hafa 12 greinst sem smitandi einstaklingar.

Frá 28. febrúar hafa 1.888 einstaklingar greinst með staðfest COVID-19-smit á Íslandi. Af þeim er 1.860 batnað. Enginn er á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en alls hafa verið tekin 67.792 sýni innanlands. Samanlagt hafa því verið tekin 98.498 sýni innanlands og við landamæraeftirlit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert