Andstaðan hluti af valdatafli

Óskar Bjartmarz segir valdatafl í gangi innan lögreglunnar.
Óskar Bjartmarz segir valdatafl í gangi innan lögreglunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Óskar Bjart­marz, yf­ir­lög­regluþjónn hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir and­stöðu við kjara­samn­ing yf­ir­lög­regluþjóna eiga ræt­ur í valda­bar­áttu inn­an lög­regl­unn­ar. Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri hafi leynt og ljóst unnið að því að rifta sam­komu­lag­inu.

Sam­kvæmt lög­fræðiáliti For­um lög­manna, sem unnið var að henn­ar beiðni, má ógilda samn­ing­ana.

„Sig­ríður Björk hef­ur boðað mikl­ar breyt­ing­ar hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra. Hún kall­ar það ekki hreins­an­ir en stöður verða aug­lýst­ar og nýir menn eiga að koma inn,“ seg­ir Óskar og vís­ar til tölvu­pósta.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag rifjar Óskar upp fund sinn og Snorra Magnús­son­ar, formann Lands­sam­bands lög­reglu­manna, með Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra í nóv­em­ber sl. Þar hafi ráðherr­ann gefið til kynna að ekki yrðu gerðar at­huga­semd­ir við samn­ing­inn. Þá hafi ráðuneyt­is­stjór­inn sagst hafa fengið sama svar frá Fjár­málaráðuneyt­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka