Baldur Arnarson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir andstöðu við kjarasamning yfirlögregluþjóna eiga rætur í valdabaráttu innan lögreglunnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafi leynt og ljóst unnið að því að rifta samkomulaginu.
Samkvæmt lögfræðiáliti Forum lögmanna, sem unnið var að hennar beiðni, má ógilda samningana.
„Sigríður Björk hefur boðað miklar breytingar hjá Ríkislögreglustjóra. Hún kallar það ekki hreinsanir en stöður verða auglýstar og nýir menn eiga að koma inn,“ segir Óskar og vísar til tölvupósta.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag rifjar Óskar upp fund sinn og Snorra Magnússonar, formann Landssambands lögreglumanna, með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í nóvember sl. Þar hafi ráðherrann gefið til kynna að ekki yrðu gerðar athugasemdir við samninginn. Þá hafi ráðuneytisstjórinn sagst hafa fengið sama svar frá Fjármálaráðuneytinu.