Eldur kom upp í einbýlishúsi við Keilufell skömmu fyrir hádegi. Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins kviknaði í olíu á helluborði en snör viðbrögð íbúa sem kastaði eldvarnateppi á eldinn komu í veg fyrir tjón. Jafnframt notaði hann duftslökkvitæki á eldinn og forðaði sér síðan út úr húsinu.
Að sögn varðstjóra eru slökkviliðsmenn að reykræsta húsið en engum varð meint af.
Talsvert hefur verið um sjúkraflutninga í morgun og eru þeir orðnir 18 talsins frá því á áttunda tímanum.