Íslendingar mun duglegri að mæta

Siglt um Jökulsárlón
Siglt um Jökulsárlón mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum að fá tals­vert fleiri Íslend­inga en við höf­um gert síðustu ár. Þeir eru að skila sér sem er al­veg frá­bært,“ seg­ir Ágúst Elvars­son, rekstr­ar­stjóri Jök­uls­ár­lóns, í sam­tali við mbl.is. Að hans sögn er ljóst að ferðagjöf stjórn­valda til al­menn­ings er að skila sér í auk­inni um­ferð á svæðinu.

Tals­vert hef­ur dregið úr um­ferð á svæðinu, en hún er nú rétt um helm­ing­ur­inn af því sem hún var þegar best lét. Hef­ur fyr­ir­tækið ekki farið var­hluta af ástand­inu sem skap­ast hef­ur vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Um­ferðin auk­ist síðustu vik­ur

„Þetta er kannski ekki nema fjórðung­ur af því sem þetta var áður. Við erum með helm­ing starf­sem­inn­ar í gangi þannig að við get­um mætt eft­ir­spurn­inni þegar mikið er að gera. Við erum því búin að minnka um­svif­in al­veg um hell­ing,“ seg­ir Ágúst og bæt­ir við að um­ferðin hafi auk­ist jafn og þétt und­an­farn­ar vik­ur.

„Það hef­ur auk­ist nokkuð eft­ir að landið var opnað, en sömu­leiðis eru fleiri Íslend­ing­ar að koma. Í fyrra­dag komu um 400 manns til okk­ar, þar af helm­ing­ur­inn Íslend­ing­ar. Sama dag í fyrra voru um 1.400 manns þannig að þetta er tals­vert minna. Ef þetta held­ur hins veg­ar svona áfram þá fer þetta fram úr svart­sýn­ustu spám,“ seg­ir Ágúst sem kveðst bjart­sýnn á að hægt verði að bæta ei­lítið við starf­sem­ina haldi þró­un­in áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert