Samstillt átak með ESB vegna 5G

Baráttan um 5G-farsímakerfið er hafin fyrir alvöru.
Baráttan um 5G-farsímakerfið er hafin fyrir alvöru. AFP

Íslensk stjórnvöld fylgjast með þróuninni hjá nágrannaþjóðum Íslands í tengslum við uppbyggingu 5G-nets og aðkomu kínverska fyrirtækisins Huawei, segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, en sífellt fleiri ríki hafa á undanförnum misserum takmarkað þátttöku fyrirtækisins vegna öryggissjónarmiða.

„Afstaða okkar er skýr, að tekið skal tillit þjóðaröryggis við innleiðingu 5G hér á landi, það snýr ekki að neinum stökum aðila sérstaklega. Tæknin er þess eðlis að það er mjög eðlilegt að stíga varlega til jarðar,“ segir Guðlaugur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Spurður hvort utanríkisráðuneytið þekki til þess að erlend ríki reyni að hafa áhrif á afstöðu íslenskra stjórnvalda í þessum málaflokki, sérstaklega Bandaríkin eða Kína, svarar hann: „Afstaða þessara ríkja er alveg skýr, liggur fyrir og er öllum ljós. En utanríkisráðuneytið lítur eingöngu til íslenskra hagsmuna og það skiptir afskaplega miklu máli í þessu máli, eins og öðrum, að líta til þjóðaröryggishagsmuna. Það er alltaf útgangspunktur okkar.“ Guðlaugur Þór áréttar vegna fréttar blaðsins í gær að hann hafi verið utan símasambands á fimmtudag og ekki getað svarað skilaboðum blaðsins af þeim sökum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka