Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta

Kosið er í sendiráði Póllands í Þórunnartúni.
Kosið er í sendiráði Póllands í Þórunnartúni. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Önnur umferð forsetakosninganna í Póllandi fer fram í dag. Kosið er milli núverandi forseta, Andrzej Duda, og Rafal Trzaskowski, borgarstjóra í Varsjá, en þeir voru atkvæðamestir í fyrri umferð kosninganna sem fram fór fyrir tveimur vikum. Duda hlaut 44% atkvæða en Trzaskowski 31%. Pólverjar á Íslandi geta kosið í sendiráði landsins í Þórunnartúni í dag og var nokkur fjöldi fólks samankominn þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði.

Í Póllandi verður kjörstöðum lokað klukkan sjö að íslenskum tíma í kvöld, og verða útgönguspár birtar að svo búnu. Mikil spenna er fyrir úrslitunum enda hafa kannanir sýnt að lítinn mun á fylgi frambjóðenda.

mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert