883 smávirkjanakostir kortlagðir á Austurlandi

Hálslón Kárahnjúkavirkjun er stærsta virkjun á Austurlandi.
Hálslón Kárahnjúkavirkjun er stærsta virkjun á Austurlandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Verkfræðistofan Vatnaskil hefur kortlagt fyrir Orkustofnun væntanlega smávirkjanakosti í sveitarfélögum á Austurlandi. Lagt var upp með að finna virkjanakosti á stærðarbilinu 100 kWe upp í 10 MWe.

Í skýrslu sem verkfræðistofan vann fyrir Orkustofnun kemur fram að kortlagðir hafi verið 883 smávirkjunarkostir í sveitarfélögum á Austurlandi og heildarafl þeirra sé 1.603 MWe.

Þó er munur á raunhæfum fjölda virkjunarkosta og þeim sem kortlagðir eru í skýrslunni, segir í Morgunblaðinu í dag. Mögulegur fjöldi virkjunarkosta og þar af leiðandi heildarafl þeirra er töluvert lægri, þar sem nokkur fjöldi kosta sem dregnir hafa verið fram hefur áhrif á virkjunarkosti í sama vatnsfalli.

Fram kemur í skýrslunni að sumir þeirra kosta sem dregnir hafi verið fram geti verið erfiðir í framkvæmd eða ógerlegir af öðrum ástæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert