Frönsku skipin komu fyrst

Skemmtiferðaskipið Le Bellot við Miðbakka.
Skemmtiferðaskipið Le Bellot við Miðbakka. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Fyrstu farþegaskip sumarsins komu til Reykjavíkur um helgina. Það fyrsta var franskt, Le Boreal, sem er tæplega 11 þúsund brúttótonn.

Skipið lagðist að Miðbakka á laugardagsmorgun og komu farþegarnir, sem voru um 200, með leiguflugvél frá París sem lenti á Keflavíkurflugvelli. Þeir fóru í skimun á flugvelli og voru síðan fluttir í 10-15 manna hópum um borð í skipið þegar niðurstaða skimana lá fyrir.

Skipið Le Bellot kom svo hingað í gær. Farþegar skipsins koma til Íslands í dag og skipið leggur í haf undir kvöld.

„Allir farþegar þurfa sjálfir að passa upp á fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímu. Þegar neikvæð niðurstaða er komin má fólk fara um borð í skipið, þ.e. þurfa að sýna sms því til staðfestingar,“ segir í frétt á vef Faxaflóahafna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert