Mikil tilhlökkun

Bragi Björgvinsson skipstjóri á hinum nýja Dettifossi.
Bragi Björgvinsson skipstjóri á hinum nýja Dettifossi. Ljósmynd/Eimskip

„Það er komin mikil tilhlökkun í mannskapinn að hitta fjölskyldurnar, því er ekki að neita. Þetta er orðið ansi langt og strangt úthald,“ segir Bragi Björgvinsson, skipstjóri á Dettifossi, nýjasta og stærsta skipi Íslendinga. Dettifoss er væntanlegur til Reykjavíkur í dag eftir 68 daga siglingu frá Kína.

Dettifoss sigldi 7. maí frá Guangzhou, þar sem hann var smíðaður, til Taicang, þar sem farmur (tómir gámar) var lestaður til Evrópu. Síðan var siglt frá Kína með viðkomu í Singapúr, Srí Lanka og gegnum Súesskurðinn inn á Miðjarðarhafið. Hluta leiðarinnar komu þrír atvinnuhermenn um borð til að verjast árás sjóræningja ef til kæmi en þeir létu sem betur fer ekki sjá sig.

Áfram var haldið til Rússlands með farm. Þaðan lá leiðin til Danmerkur en þar fór skipið inn í siglingaáætlun Eimskips, eiganda skipsins. Lagt var af stað til Íslands frá Árósum í hádeginu á föstudaginn.

Bragi segir að heimferðin hafi að öllu leyti gengið vel og tíminn hafi verið ótrúlega fljótur að líða. Í áhöfninni eru sextán manns og hefur verið brjálað að gera allan tímann.

Sjá samtal við Braga Björgvinsson í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert