Ölvun og slagsmál á tjaldsvæði í Borgarfirðinum

Tjaldsvæðið er fjölsótt. Lögregla skakkaði leikinn þegar mál fóru úr …
Tjaldsvæðið er fjölsótt. Lögregla skakkaði leikinn þegar mál fóru úr böndum vegna ölvunar. mbl.is/Theodór Þórðarson

Til ryskinga kom að Varmalandi í Borgarfirði aðfaranótt sunnudags, þar sem fjöldi ungmenna var saman kominn. Á svæðið sótti ungt fólk úr nemendafélögum Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Fjölbrautaskólans í Garðabæ.

Fólk annars staðar frá bar einnig að og á tjaldsvæði sem ungmennin höfðu voru um 200 saman komin þegar mest var. Áliðið var kvölds þegar slagsmál brutust út en ekki er ljóst á milli hverra þau voru eða af hvaða orsökum. Lögregla kom á vettvang og skakkaði leikinn og ró var komin á svæðið fljótlega eftir miðnætti.

„Skemmtanamenning íslenskra ungmenna er ekki alltaf til sóma, sérstaklega þegar áfengi er í spilinu. Mistökin í þessu máli voru kannski helst þau að hleypa tveimur stórum hópum inn á svæðið á sama tíma. Þetta er reynsla sem við munum læra af,“ segir Njáll Halldórsson, tjaldvörður í Varmalandi, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert