Þungar búsifjar

Harpa. Tónlist flutt fyrir tómu húsi.
Harpa. Tónlist flutt fyrir tómu húsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistargeirinn hér á landi varð fyrir þungum búsifjum þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Tekjumöguleikar þeirra sem hafa tónlist að atvinnu með einum eða öðrum hætti nánast þurrkuðust út á einni nóttu í marsmánuði síðastliðnum.

Út er komin skýrsla þar sem áhrif faraldursins á tónlistargeirann eru tíunduð. Í skýrslunni kemur m.a. fram að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í faraldrinum, m.a. hlutabótaleiðin, nýttust tónlistargeiranum illa.

Lagðar eru fram nokkrar tillögur til að koma betur til móts við tónlistarmenn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert