Bættur aðgangur að Búrfellsskógi

Nýja brúin er yfir hinn gamla farveg Þjórsár, ofan við …
Nýja brúin er yfir hinn gamla farveg Þjórsár, ofan við Þjófafoss og á milli Bjarnalóns og Búrfellsstöðvar. Tölvuteikning/Landsvirkjun

Landsvirkjun hyggst láta gera göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá, ofan við Þjófafoss, í haust og vetur. Auglýst hefur verið útboð fyrir framkvæmdina sem áætlað er að kosti 250-300 milljónir kr.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta aðgengi að Búrfellsskógi en hann hefur losnað aðeins úr tengslum við umhverfið eftir framkvæmdir við Búrfellsstöð 2. Þá mun brúin tengja saman kerfi reiðvega og göngustíga sem eru fyrir beggja vegna Þjórsár, það er að segja í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra að austan og Skeiða- og Gnúpverjahreppi að vestanverðu.

Verkið sem Landsvirkjun hefur auglýst felst í byggingu 102 metra langrar stálbitabrúar með timburdekki. Verktími er skilgreindur frá 1. september og er áætlað að meginþungi framkvæmda verði í haust. Skila á verkinu fyrir 31. maí á næsta ári. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert