Erfið samningalota Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands

Flugfreyjur funda með Icelandair hjá ríkissáttasemjara.
Flugfreyjur funda með Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Eggert Jóhannesson

Gangi ekki að semja á milli Icelanda­ir og Flug­freyju­fé­lags Íslands, seg­ir Jens Bjarna­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Icelanda­ir, að hann geti ekki annað en „til­kynnt for­stjóra og stjórn að þetta hafi ekki tek­ist“. Samn­inga­fund­ur aðila stend­ur nú yfir hjá rík­is­sátta­semj­ara, en kjara­samn­ing­ur fé­lag­anna sem und­ir­ritaður var þann 25. júní s.l.,  var felld­ur af fé­lags­mönn­um Flug­freyju­fé­lags­ins í síðustu viku með rúm­lega 72% greiddra at­kvæða. Samn­ing­ar hafa verið laus­ir frá síðasta ári og langt virðist milli deiluaðila í þess­ari hörðu og lang­vinnu kjara­deilu.

Í sam­tali við mbl.is lýs­ir Jens mikl­um erfi­leik­um í rekstr­ar­um­hverfi fé­lags­ins. Fé­lagið sé í harðri alþjóðlegri sam­keppni við önn­ur fé­lög sem hafi allt ann­an og lægri kostnaðar­grunn sem Icelanda­ir geti ekki keppt við til lang­frama. Nefn­ir hann þar t.d. Wizza­ir sem mjög hef­ur aukið um­svif sín hér á landi á síðustu miss­er­um og dótt­ur­fé­lag SAS í Írlandi, sem stofnað var til þess að lækka kostnað fé­lags­ins.

Telja að lengra verði ekki kom­ist 

Um samn­inga­ferlið seg­ir Jens „geta sett sig í spor viðsemj­anda“, sem vilji „standa vörð um kjör og rétt­indi sem búið er að berj­ast fyr­ir í ár og ára­tugi“ en árétt­ir jafn­framt að rekstr­ar­um­hverfið eigi sér eng­ar sögu­leg­ar hliðstæður. Fé­lagið hafi boðið launa­hækk­un á yf­ir­stand­andi samn­ings­tíma en farið þess á leit við flug­freyj­ur að gefið verði svig­rúm í vinnu­skyldu og hvíld­ar­tíma til þess að ná fram hagræðingu og betri nýt­ingu á starfs­fólki. Það átak hafi tek­ist vel með flug­mönn­um, sem hafi samþykkt breyt­ing­ar á kjara­samn­ingi með 97% at­kvæða.  Ásetn­ing­ar­steinn­inn sé því að hvaða marki flug­freyj­ur eru til­bún­ar til að taka þátt í hagræðingu fé­lags­ins í þessu erfiða ár­ferði.  

Jens er af­drátt­ar­laus með að Icelanda­ir geti ekki teygt sig lengra. Það hafi skýrt komið fram hjá for­stjóra fé­lags­ins. Hann seg­ir að hagræðingu verði að ná fram til að tryggja framtíð rekst­urs. Tak­ist það ekki er það í hönd­um stjórn­ar að ákveða fram­haldið og bæt­ir því við að mik­ill fjöldi fé­lags­manna Flug­freyju­fé­lags­ins hafi sett sig í beint sam­band og lýst yfir von­brigðum með ástandið og spurt um úrræði sín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert