Spáir áframhaldandi fjölgun ferðamanna

Á Keflavíkurflugvelli.
Á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skarphéðinn Steinarssson ferðamálastjóri segir áætlað að fjöldi erlendra ferðamanna í ágúst verði 25% af fjöldanum í ágúst í fyrrasumar. Hingað komu um 252 þúsund erlendir ferðamenn í ágúst í fyrra. Ef spáin gengur eftir munu því koma 63 þúsund erlendir ferðamenn í ágúst.

Skarphéðinn segir fleiri erlenda ferðamenn hafa komið í skimun á Keflavíkurflugvelli í júlí en reiknað var með þegar ferðalög hófust á ný. „Fjöldinn er þegar umfram það sem menn gerðu ráð fyrir í afkastagetu í skimun í þessum mánuði. Þeir sem eru með puttann á púlsinum í sölu- og markaðsmálum erlendis segja okkur að það sé klár ferðavilji hjá nokkrum þjóðum, sérstaklega, Dönum, Þjóðverjum og Norðmönnum. Og jafnvel líka Hollendingum,“ segir Skarphéðinn. En nú er rætt um að fjölga þjóðum sem verða undanskildar skimun í Keflavík.

Tölur Isavia vitna um hæga stígandi í fluginu. Samtals 16 komur og brottfarir voru frá Keflavíkurflugvelli 15. júní en alls 40 í gær, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert