Bíll sótti bilaðan bíl sem sótti bilaðan bíl

Um nokkuð spaugilega sjón var að ræða.
Um nokkuð spaugilega sjón var að ræða. Ljósmynd/Aðsend

Bíll frá Vöku sem sótti bilaðan bíl í gær lenti í því að bila svo annar og stærri bíll frá Vöku þurfti að sækja minni Vökubílinn með bilaða bílnum ofan á. 

Loftpúði sprakk í minni bílnum og var hann „bremsulaus og allslaus“, að sögn Valdimars Haraldssonar, deildarstjóra akstursdeildar hjá Vöku sem segir að atvikið sýni að fyrirtækið hugsi bara í lausnum. 

„Hjá okkur eru bara lausnir en ekki vandamál,“ segir Valdimar.

Sambærilegt hefur komið upp á áður, bæði hjá þeim í Vöku og fyrirtækjum sem starfa í sama geira. 

„Það er ekkert heilagt í þessum geira.“ 

Helga Lind Mar birti mynd af atvikinu á Twitter en móðir hennar tók myndina af bílunum þremur sem voru þá fyrir utan JL húsið sem er staðsett miðsvæðis í Reykjavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert