Fleiri Íslendingar biðja um aðstoð

Fólk verður sjálft að finna útleiðina og getur ekki leitað …
Fólk verður sjálft að finna útleiðina og getur ekki leitað til FÍB mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meira hefur verið að gera í aðstoð FÍB við félagsmenn á götum bæja og á vegum úti í sumar en áður. Hjörtur Gunnar Jóhannesson, sem vinnur við FÍB-aðstoð, verður meira var við beiðnir um aðstoð úti á landi en á þessum tíma á undanförnum árum.

Það tengist væntanlega miklum ferðalögum Íslendinga um eigið land í sumar, segir í Morgunblaðinu í dag. FÍB veitir félagsmönnum sínum endurgjaldslausa aðstoð ef bílar bila. Hún felst í því að gefa start, koma með bensín, skipta um dekk og draga bíla sem bila eða rafbíla sem verða rafmagnslausir. Allt miðast þetta við þjónustusvæði FÍB-aðstoðar sem eru liðlega 30 á landinu. Einnig er veitt ráðgjöf og aðstoð í síma ef bílarnir bila utan þjónustusvæða.

Fáir erlendir ferðamenn á ferli

Hjörtur segir að mest sé að gera á höfuðborgarsvæðinu og í stærri bæjum úti á landi. Á sumrin hafi verið talsvert að gera við að hjálpa erlendum ferðamönnum samkvæmt beiðnum systurfélaga FÍB erlendis. „Núna er breyting á því. Talsvert meira er að gera úti á landi við dekkjaskipti, start og flutning bíla Íslendinga en fáar beiðnir berast um aðstoð við erlenda ferðamenn,“ segir Hjörtur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert