Hvernig eru sýni greind?

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Á nýj­um mynd­um sem Land­spít­al­inn hef­ur sent mbl.is má sjá hvernig grein­ing á sýni fer fram á sýkla- og veiru­fræðideild sjúkra­húss­ins, allt frá því að sýna­tökup­inn­inn kem­ur í hús í Ármúla 1 og þar til niðurstaðan ligg­ur fyr­ir um hvort viðkom­andi ein­stak­ling­ur ber með sér kór­ónu­veiru­smit eða ekki.

Verið er að upp­færa hús­næðið til þess að þar megi greina sýni frá landa­mær­un­um. Sú grein­ing átti að hefjast í dag en ekki varð af því enda hús­næðið ekki til­búið. Enn eru þau því greind í hús­næði Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar en fyr­ir­hugað er að færa starf­sem­ina í Ármúla sem fyrst.

Ferlið

Eins og ferlið á veiru­fræðideild­inni lít­ur út núna, er fyrst tekið við sýna­tökup­inn­um í sýnaglös­um með vökva. Vökvinn sem inni­held­ur erfðaefni veirunn­ar, sé hún til staðar er síðan færður í lít­il glös, annað fyr­ir ein­angr­un erfðaefn­is og hitt fyr­ir geymslu. 

Land­spít­ali/Þ​orkell Þorkels­son

Vökvinn er dreg­inn úr glas­inu og sett­ur á bakka sem síðan fer inn í ein­angr­un­ar­tæki, sem hreins­ar og ein­angr­ar erfðaefni sýn­is­ins.

Land­spít­ali/Þ​orkell Þorkels­son
Land­spít­ali/Þ​orkell Þorkels­son

Að því loknu fara ein­angruð sýn­in í sjálft PCR-tækið. Á bakk­an­um sem verið er að setja inn í tækið hér eru 96 boll­ar og 94 af þeim eru notaðir. Þegar fram­leiðslu­get­an verður auk­in og grein­ing á landa­mæra­sýn­um tek­in upp hjá sýkla- og veiru­fræðideild, munu fara fimm sýni í hvern bolla af þess­um 94. Síðan verða mögu­lega tek­in tíu í hvern bolla þegar fram líða stund­ir.

Land­spít­ali/Þ​orkell Þorkels­son

Loks koma niður­stöðurn­ar úr PCR-tæk­inu, þær niður­stöður eru rekj­an­leg­ar út frá staðsetn­ingu ein­angruðu sýn­anna í bakk­an­um. Þegar sýn­in í hverj­um bolla verða orðin fleiri en eitt, verða öll fimm sem sett voru í blönd­una greind aft­ur ef veira grein­ist í safn­sýn­inu. Þá er aft­ur tekið sýni úr geymslu­sýn­un­um sem vikið er að hér efst.

Land­spít­ali/Þ​orkell Þorkels­son

Fram­kvæmd­ir

Unnið er hörðum hönd­um að því að gera hús­næðið að Ármúla 1 í stakk búið til að taka við grein­ingu á sýn­um frá landa­mær­un­um, en hingað til hafa eng­in slík sýni verið greind í hús­inu. Verið er að koma fyr­ir nýrri rann­sókn­ar­stofu sem tek­ur við af þeirri sem sést á mynd­un­um að ofan og verður sú eldri að skrif­stofu að hluta.

Land­spít­ali/Þ​orkell Þorkels­son
Land­spít­ali/Þ​orkell Þorkels­son
Land­spít­ali/Þ​orkell Þorkels­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert