Mikið hvalalíf við Hvammstanga

Óvenju mikil hvalagengd hefur verið í Miðfirði í sumar. Hvalirnir …
Óvenju mikil hvalagengd hefur verið í Miðfirði í sumar. Hvalirnir synda mjög nálægt landi og stökkva. Ljósmynd/Eric dos Santos

Hvalir hafa sést uppi í landsteinum og við hafnir á Norðvesturlandi í sumar. „Það er eitthvað nýtt að hvalir sjáist í þessum mæli inn við Sauðárkrókshöfn og eins hjá Hvammstanga. En þeir hafa oft leitað inn í Eyjafjörð.“

Þetta segir Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, í Morgunblaðinu í dag.

„Ég hef séð hvali nánast á hverjum degi síðan einhvern tímann í maí,“ segir Eric dos Santos, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sem býr á Hvammstanga. Mest sá hann fimm hnúfubaka í hóp í Miðfirði í sumar. Hnúfubakur var í æti rétt utan við höfnina í hádeginu í gær og kom upp til að blása.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert