Brotnaði niður þegar hún var nafngreind

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir sækir fram með knöttinn.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir sækir fram með knöttinn.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kom smituð heim frá Bandaríkjunum 17. júní, en greindist smitlaus í skimun við landamærin. Grunlaus um smitið spilaði hún tvo knattspyrnuleiki, fór í tvær útskriftarveislur og naut lífsins í faðmi fjölskyldu og vina, nýkomin heim úr fjögurra ára háskólanámi í Bandaríkjunum.

Hana óraði þá ekki fyrir því að brátt yrði nafn hennar á allra vörum í tengslum við fyrsta innanlandssmit kórónuveirunnar á Íslandi svo mánuðum skipti. Eftir símtal frá Bandaríkjunum um að vinkona hennar væri smituð fór hún í skimun og fékk óvænt jákvæða niðurstöðu á fimmtudeginum.

Rétt eftir að niðurstaðan barst fékk hún skilaboð frá vini: „Ert þú með COVID-19?“ Nafn hennar var komið á forsíðu fotbolta.net, ásamt mynd. „Íslandsmótið í uppnámi?“ stóð í fyrirsögn. Andrea brotnaði saman, eins og hún lýsir í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka