Féð sleppur betur á vegum

Ekki er færra fé við vegina en ökumenn virðast gæta …
Ekki er færra fé við vegina en ökumenn virðast gæta sín betur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mun sjaldnar hefur verið ekið á fé á vegum landsins það sem af er ári en á sama tíma undanfarin ár. Munar tugum prósenta. Ástæðan er væntanlega sú að færri erlendir ferðamenn eru á ferðinni á bílaleigubílum.

VÍS hefur fengið á hverju ári 300 til 350 tilkynningar um tjón þar sem ekið hefur verið á búfé. Ljóst er að það verður ekki á þessu ári því síðastliðinn sunnudag hafði félagið fengið tilkynningar um 89 slík tjónstilvik. Er fjöldi tilkynninga það sem af er ári því aðeins helmingur til tveir þriðju af sams konar tilkynningum á undanförnum árum.

Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Vátryggingafélagi Íslands, segist ekki endilega hafa átt von á fækkun tilkynninga um ákeyrslu á búfé. Nefnir hún í því sambandi fréttir um að girðingar hafi verið í slæmu ástandi eftir snjóþungan vetur. Margir bændur hafi þurft að girða mikið upp og það taki tíma.

Nefnir hún færri erlenda ökumenn sem skýringu og þótt Íslendingar ferðist meira um eigið land sé kannski von til þess að þeir vari sig betur á búfénu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert