Finnur finnur framkvæmdirnar

Öryggiskeilan. Finnur hjálpar til við að finna framkvæmdir á vegum …
Öryggiskeilan. Finnur hjálpar til við að finna framkvæmdir á vegum Veitna.

Í nýrri framkvæmdasjá á vef Veitna má fletta upp framkvæmdum á vegum fyrirtækisins eftir póstnúmeri. Einhverjir Reykvíkingar hafa rekist á að afreinar af Hringbraut og inn á Bústaðarveg og öfugt hafa verið lokaðar um hríð.

Veki þetta furðu eða valdi þetta jafnvel örlitlum óþægindum má glöggva sig á tímaramma og ástæðu verksins inni á framkvæmdasjánni, þar sem í þessu tilfelli kemur í ljós að verið er að endurnýja hitavatnslögn frá tönkum í Öskjuhlíð og inn í vesturhluta borgarinnar. Þetta er aðeins ein af fjölda framkvæmda á vegum Veitna þessa stundina en þær hafa aldrei verið eins margar og umfangsmiklar og þetta árið, eftir að bætt var í starfsemina til að mæta atvinnuleysi í kjölfar kórónuveirunnar.

Til þess að forða því að aukið umfang starfseminnar leiddi til upplýsingaóreiðu var brugðið á það ráð að safna framkvæmdunum á einn stað og þar tekur Finnur svonefndur á móti manni. Hann er öryggiskeila og gegnir þannig þegar hlutverki einkennismerkis fyrir framkvæmdir á vegum Veitna. Veitur fjárfesta í verkefnum fyrir níu milljarða árlega en sex bættust við nú í faraldrinum. Þjónustan nær til 70% íbúa landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert