Baldur Arnarson
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir veikingu krónunnar síðustu daga munu styðja greinina. Jafnframt hafi sala umfram spár frestað gjaldþrotum í greininni. Nú sé útlit fyrir að „mikil gjaldþrotahrina“ sé enn ekki hafin.
„Það er aðeins byrjað. En fyrirtækin eru líka byrjuð að nýta sér greiðsluskjólsleiðina. Það náttúrlega frestar vandanum,“ segir Jóhannes Þór. Að sama skapi sé ekki mikið um það enn þá að fyrirtæki í greininni séu að sameinast.
„Ég held að við sjáum ekki þessa þróun fyrr en í haust,“ segir hann. Þá muni skýrast hvort mörg fyrirtækjanna séu á vetur setjandi.
Jóhannes Þór segir kostnaðinn við Íslandsferð ekki úrslitaatriði. Hindranir, á borð við skimun, geti haft mikið að segja. Það muni því örva eftirspurn að hætt hafi verið að skima farþega frá fjórum löndum,“segir Jóhannes Þór í Morgunblaðinu í dag.