Lokun fangelsis á Akureyri frestað

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Páll Winkel fangelsismálastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fang­els­inu á Ak­ur­eyri verður ekki lokað um næstu mánaðamót líkt og til stóð. Frá þessu grein­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra í færslu á Face­book.

Í síðustu viku óskaði dóms­málaráðherra eft­ir því við rík­is­lög­reglu­stjóra að lagt yrði mat á hugs­an­leg­an viðbót­ar­kostnað lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri af lok­un­inni, en fyr­ir ligg­ur að lög­regl­an hef­ur í gegn­um árin nýtt sér þjón­ustu fanga­varða. Þar sem út­tekt­inni verður ekki lokið þegar loka átti fang­els­inu, hef­ur lok­un­inni verið frestað til 15. sept­em­ber.

Til­kynnt var um lok­un­ina í síðustu viku og þá sagt að betri nýt­ing feng­ist á fjár­mun­um með því að vista þá 8-10 fanga, sem að jafnaði dvelja þar, ann­ars staðar.

Bæj­ar­stjórn Ak­ur­eyr­ar mót­mælti ákvörðun­inni harðlega og sagði að ekk­ert sam­ráð hefði verið haft við bæj­ar­yf­ir­völd. Sama gerði Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem sagði að með lok­un­inni væru rétt­indi fanga, sem þyrftu nú í aukn­um mæli að afplána fjarri fjöl­skyld­um sín­um, skert. Þá sam­rýmd­ist ákvörðunin ekki stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fjölg­un starfa utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert