„Versta tilfinning í lífi mínu“

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir smitaðist af kórónuveirunni skömmu áður en …
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir smitaðist af kórónuveirunni skömmu áður en hún fór heim frá Bandaríkjunum, svo skömmu raunar, að sýkingin fór framhjá sýnatökupinnanum á flugvellinum. mbl.is/Árni Sæberg

Fimmtu­dag­ur­inn 25. júní var ör­laga­dag­ur í lífi Andr­eu Rán­ar Snæ­feld Hauks­dótt­ur knatt­spyrnu­konu. Um miðjan dag fékk hún sím­tal frá hjúkr­un­ar­fræðingi sem upp­lýsti hana um að sýni úr henni hefði greinst já­kvætt fyr­ir kór­ónu­veirunni. Andrea, sem hafði dag­ana á und­an spilað tvo leiki fyr­ir Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna, sá und­ir eins að smitið ætti eft­ir að draga dilk á eft­ir sér.

Í hönd fóru erfiðir dag­ar og vik­ur, þar sem fjallað var um veik­indi henn­ar op­in­ber­lega og sjálfs­ásak­an­ir tóku völd­in. Í sam­tali við mbl.is seg­ist Andrea hafa brotnað niður þegar henni var fyrst tjáð að hún væri smituð:

„Það var bara eins og heim­ur­inn hefði stoppað. Ég náði ekki and­an­um og vissi um leið hvað hafði gerst. Næstu tím­ar fóru í að tala við smitrakn­ing­ar­t­eymið sem hringdi viðstöðulaust í mig og vann frá­bært starf. Ég hringdi sjálf í mína nán­ustu en síðan hring­ir kona frá smitrakn­ing­ar­t­eym­inu og spyr hvort ég sé búin að láta þjálf­ar­ann minn vita.

Þá vissi ég í hvað stefndi, að ég væri að fara að senda tvö lið í sótt­kví og ég vissi hvaða áhrif þetta væri að fara að hafa á deild­ina. Ég fæ stjúppabba minn til að hringja í þjálf­ar­ann áður en smitrakn­ing­ar­t­eymið ger­ir það og sit sjálf ger­sam­lega niður­brot­in á gólf­inu í her­berg­inu mínu. Þetta var versta til­finn­ing í lífi mínu að valda þessu,“ lýs­ir Andrea.

„Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst“

Ef þetta var það versta, þá var það al­versta hand­an við hornið.

„Ég sit þarna á gólf­inu og reyni að eiga sam­skipti við mömmu í gegn­um hurðina, því hún má vænt­an­lega ekki koma ná­lægt mér, þannig að ég vissi ekki hvert ég átti að snúa mér eða segja eða gera. Svo ger­ist það mjög stuttu síðar að ég fæ skila­boð á Face­book frá mjög góðri vin­konu minni. Ég stend upp og skoða sím­ann og les: „Heyrðu, ert þú með COVID?“ Meðfylgj­andi var skjá­skot af frétt með mynd af mér og nafn­inu mínu: Íslands­mótið í upp­námi? Leikmaður Breiðabliks greind með COVID-19.

Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst en þessu get ég ekki einu sinni lýst. Þetta var ólýs­an­leg til­finn­ing, sem ég myndi aldrei vilja að neinn gengi í gegn­um, ekki einu sinni minn versti óvin­ur. Ég þurfti ekki einu sinni að kalla á mömmu, ég bara veinaði,“ seg­ir Andrea. Meðan á þessu gekk stóð móðir Andr­eu hjá en gat lítið huggað dótt­ur sína, enda faðmlag brot á sótt­varna­lög­um á stundu sem þess­ari.

Frétt fot­bolta.net birt­ist kl. 17.21 25. júní, 18 mín­út­um áður en Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra lét vita af smit­inu, og birtu al­manna­varn­ir þó ekk­ert nafn. Andrea seg­ir fjöl­miðil­inn hafa varpað fyr­ir róða öll­um hefðbundn­um viðmiðum í fjöl­miðlum um nöfn og mynd­birt­ing­ar í tengsl­um við veik­indi fólks, og um leið hafa bakað henni ómæld­ar þján­ing­ar með fram­ferði sínu. Þá hafi frétta­flutn­ing­ur­inn rutt braut­ina fyr­ir nafn­birt­ingu í öðrum miðlum.

Mjög óhepp­in

Andrea kom til lands­ins miðviku­dag­inn 17. júní, tveim­ur dög­um eft­ir að nýj­ar regl­ur gengu í gildi 15. júní um að losna mætti við tveggja vikna sótt­kví við heim­komu með sýna­töku á Kefla­vík­ur­flug­velli. Það gerði hún, greind­ist veiru­laus, og átti í kjöl­farið fjöl­breytta viku á Íslandi, ný­kom­in heim úr fjög­urra ára námi við há­skóla í Tampa í Flórída. Það var ekki fyrr en boð bár­ust frá Banda­ríkj­un­um frá smitaðri vin­konu henn­ar og her­berg­is­fé­laga, sem það hvarflaði að nokkr­um manni að ástæða væri til að Andrea færi í aðra skimun. Það gerði hún strax að eig­in frum­kvæði miðviku­dag­inn 24. júní og fékk niður­stöðuna 25. júní.

Andrea útskrifaðist viðskiptafræðingur cum laude úr University of South Florida …
Andrea út­skrifaðist viðskipta­fræðing­ur cum lau­de úr Uni­versity of South Florida í vor, þar sem hún hafði verið við nám í fjög­ur ár, og spilað með há­skólaliðinu. Ljós­mynd/​Aðsend

Segja má að Andrea hafi verið fyrsta birt­ing­ar­mynd og þar með fórn­ar­lamb þeirr­ar áhættu sem bjó í nýju kerfi við landa­mær­in. Sem slík er Andrea mjög óhepp­in. PCR-próf­in greina ekki öll virk smit og síst þau sem ný­lega hafa búið um sig í lík­am­an­um. Þau gerðu það ekki í til­felli Andr­eu en meðvit­und um þessa glufu var fjarri því eins mik­il í upp­hafi nýs fyr­ir­komu­lags og hún er nú, eft­ir að til­felli eins og Andr­eu og ann­ars Íslend­ings sem kom frá Alban­íu hafa kom­ist í há­mæli í fjöl­miðlum.

Andrea var því grun­laus um að hún væri sjálf smituð allt frá því að hún fékk nei­kvæða niður­stöðu úr sýna­töku á fimmtu­degi og þar til hún fékk sím­tal frá Banda­ríkj­um á þriðju­dags­kvöld: „Mér datt það bara ekki í hug. Ég treysti því að nei­kvætt væri nei­kvætt. Þetta er bara eins og grænt ljós. Þú ferð áfram á grænu ljósi,“ seg­ir Andrea, sem var að auki með öllu ein­kenna­laus og hafði fulla burði til þess að spila þá tvo knatt­spyrnu­leiki sem hún spilaði, svo og til þess að mæta í tvær út­skrift­ar­veisl­ur hjá vin­um sín­um á laug­ar­deg­in­um.

Um leið og sím­talið barst hringdi hún á lækna­vakt­ina og ákvað að fara í skimun dag­inn eft­ir. Þó að hún greind­ist já­kvæð, varð Andrea aldrei veik vegna veirunn­ar. Hún fann aldrei fyr­ir neinu.

Nafn­birt­ing­in áfall

Ekki nóg með að Andrea sé nógu óhepp­in til að vera fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að sleppa í gegn­um nál­ar­auga landa­mæra­skimun­ar­inn­ar, held­ur var nafn henn­ar um­svifa­laust gert op­in­bert. Henn­ar, sem hafði fylgt öll­um til­mæl­um frá A til Ö. Um leið var áhug­inn á frétt­un­um ein­stak­lega mik­ill enda var um fyrstu smit á milli Íslend­inga svo mánuðum skipti að ræða.

„Þetta var áfall. Ég þótt­ist vita hvað ég væri búin að gera en þarna vissi ég að þetta yrði ekki aðeins vitað í fót­bolta­heim­in­um, þar sem fólk gat lagt tvo og tvo sam­an. Þarna var þetta komið fyr­ir fram­an alla alþjóð og til fólks sem ég hafði ekki einu sinni talað við, þannig að jafn­vel fólk sem þykir vænt um mig var að frétta þetta svona. Þetta hefði getað orðið miklu minna ef þetta hefði bara verið áfram inn­an fót­bolta­heims­ins,“ seg­ir Andrea. Flest­ir liðsfé­lag­ar henn­ar fréttu þannig af veik­ind­um henn­ar í gegn­um fjöl­miðla.

Um leið og frétt­in hafi verið birt seg­ist Andrea hafa fattað að nafnið henn­ar yrði birt í öðrum miðlum, sem var og gert, meðal ann­ars á mbl.is og í Morg­un­blaðinu. „Ég var þegar far­in að kenna mér um þetta og ég vissi hvað ég hafði gert. Ég vissi síðan strax að þetta væri að fara að birt­ast alls staðar þegar þetta birt­ist þarna og það er eitt­hvað sem ég hafði ekki hug­mynd um fyr­ir fram. Ég er búin að læra núna að þetta var ekki mér að kenna, en ég vissi það ekki fyrst, og að nafnið hafi verið birt var eins og öll­um putt­um væri beint að mér,“ seg­ir Andrea.

„Eins og verið væri að ráðast á mig sem per­sónu“

Andrea seg­ir að það hafi verið ákveðið ferli að læra að hætta sjálfs­ásök­un­un­um. „Ég gat ekki sagt mér sjálf að þetta væri ekki mér að kenna, þannig að það hjálpaði smám sam­an að fá öll þessi fal­legu skila­boð frá fólki. Þetta voru oft ein­stak­ling­ar sem ég þekki ekki og hafa enga teng­ingu við mig en sendu mér samt hlýj­ar kveðjur til að láta mér líða bet­ur. Ég fékk í raun­inni stuðning frá ótrú­leg­asta fólki, eins og þegar Alma land­lækn­ir hringdi. Hún ít­rekaði að þetta væri ekki mér að kenna og það hjálpaði, því ég hugsaði: Ég hlýt að geta treyst henni. Það er í eðli fólks að reyna að finna ein­hvern til að skella skuld­inni á en síðan fór fólk að beina sjón­um sín­um að stjórn­völd­um og þeirra kerfi, þannig að þetta skánaði,“ seg­ir Andrea. „En fólk þarf að vera ábyrgt, vak­andi og virða þær regl­ur sem heil­brigðis­yf­ir­völd setja. Þetta var þörf áminn­ing um að við þurf­um stöðugt að vera á varðbergi.“

Andrea kveðst óend­an­lega þakk­lát fyr­ir allt í senn stuðning­inn frá fólki í sam­fé­lag­inu, Breiðabliki og KSÍ. Um leið og þetta hófst fór KSÍ að sögn Andr­eu á stúf­ana og kom því til leiðar að látið yrði af því að birta nafn henn­ar í fjöl­miðlum. Ástandið batnaði þegar farið var að ræða um „knatt­spyrnu­konu í Breiðablik“ í staðinn.

Mynd frá 2018. Andrea er uppalinn Bliki og hefur spilað …
Mynd frá 2018. Andrea er upp­al­inn Bliki og hef­ur spilað með meist­ara­flokksliðinu frá ung­lings­aldri, nán­ar til­tekið 2011. Þá hef­ur hún spilað 10 leiki með landsliðinu. mbl.is/​Golli

Eft­ir að smitið kom upp var strax farið að flytja frétt­ir af gruni um kór­ónu­veiru­smit í liði Sel­foss, en Andrea hafði spilað á móti þeim á fimmtu­deg­in­um. „Því var slegið strax upp að Sel­foss­stelpa gæti verið með COVID, en hún var það alls ekki. Hún var bara veik. Þarna fannst mér eins og væri verið að segja við mig: „Hvað ertu búin að gera? Þessi stelpa er orðin veik.“ Og þarna fannst mér eins og verið væri að ráðast á mig sem per­sónu, í stað þess að bíða eft­ir niður­stöðu úr sýna­tök­unni,“ seg­ir Andrea.

Smitaði bara þrjá

Í fjöl­miðlum hef­ur verið rætt um mögu­legt hópsmit, hóp­sýk­ingu og aðra bylgju far­ald­urs­ins. Sjálf­ur Kári Stef­áns­son sagði Andr­eu hafa borið í sér sér­stak­lega mikið magn af veirunni. Raun­in er sú að hún smitaði aðeins þrjá ein­stak­linga. Tvo í einni og sömu út­skrift­ar­veislu í Kópa­vogi á laug­ar­deg­in­um og síðan frænku sína, sem vinn­ur í at­vinnu­vegaráðuneyt­inu.

Utan þess­ara ein­stak­linga smitaði Andrea eng­an, ekki einu sinni nán­ustu fjöl­skyldu eða vini. Ein­stak­ling­arn­ir tveir sem hún smitaði í út­skrift­ar­veisl­unni eiga það síðan sam­eig­in­legt að hafa eng­in sam­skipti átt við Andr­eu, held­ur aðeins gengið fram hjá henni eins og einu sinni. Þar hef­ur lík­lega verið um yf­ir­borðssmit að ræða.

Þrátt fyr­ir þetta er Andrea Íslands­meist­ari í sótt­kví­ar­ráðstöf­un­um, því rakn­ing­ar­t­eymið sendi 3-400 manns í sótt­kví vegna smits­ins. Fyrra met var um 200. Aðeins ör­lít­ill hluti þessa hóps reynd­ist eins og ofan grein­ir smitaður, en viðbúnaður var mik­ill enda voru þetta fyrstu smit á milli Íslend­inga frá því rúm­um mánuði áður. Sótt­kví­um sem knatt­spyrnuliðin voru send er flest­um lokið og deild­in far­in aft­ur af stað með ör­lít­illi seink­un.

Á heiður­inn að nýju kerfi

Kat­ast­róf­unni var sem sagt af­stýrt og má telja mildi að Andrea hafi fengið send­ingu frá Banda­ríkj­un­um, sem hefði al­veg eins ekki getað komið. Það sem þessi at­b­urðarás kom vissu­lega til leiðar var að sótt­varna­yf­ir­völd end­ur­skoðuðu það fyr­ir­komu­lag að gefa Íslend­ing­um laus­an taum­inn eft­ir eina skimun og komu á fót svo­nefndri heim­komu­smit­gát sem viðhöfð skal í 4-5 daga eft­ir fyrstu skimun og fram að skimun tvö.

Andrea smitaði aðeins þrjá af kórónuveirunni, þar af engan úr …
Andrea smitaði aðeins þrjá af kór­ónu­veirunni, þar af eng­an úr sinni nán­ustu fjöl­skyldu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Andrea get­ur ekki annað en eignað sér heiður­inn að því að hluta og um leið fagnað ráðstöf­un­inni, því ljóst er að hún hefði sloppið með skrekk­inn hefði svona fyr­ir­komu­lag verið við lýði þegar hún kom heim. „Ég fæ reglu­lega sím­tal frá vin­konu minni í Dan­mörku sem er á leið heim til að hitta mig,“ seg­ir Andrea. „Takk fyr­ir að taka af mér helm­ing­inn af frí­inu mínu,“ hef­ur hún eft­ir vin­konu sinni glett­in. Sex­tán daga ein­angr­un Andr­eu lauk síðasta mánu­dag og hún flaug með liðinu til Vest­manna­eyja á þriðju­dag og kom inn á í sig­ur­leik Breiðabliks gegn ÍBV, sem fór vel að merkja 4:0. Fram und­an er fót­bolta­sum­ar hjá Andr­eu. Íþrótt­in er ástríðan í lífi henn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert