Viðvörunarstigið í appelsínugult á Vestfjörðum

Appelsínugul viðvörun er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum.
Appelsínugul viðvörun er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur hækkað viðvörunarstig á Vestfjörðum upp í appelsínugult. Mikilli rigningu er spáð á Vestfjörðum og auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum næstu sólarhringa. Veldur það hættu á skriðum og grjóthruni og auknu álagi á fráveitukerfi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Í samtali við mbl.is segir Jón Kristinn Helgason, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni, að nokkrar skriður hafi fallið síðasta sólarhringinn en allar blessunarlega víðsfjarri byggð. „Það stefnir áfram í mikið vatnsveður fram á laugardag og ekkert ferðaveður á svæðinu,“ segir Jón Kristinn og bætir við að ekki sé spennandi að vera í útilegu í þessu veðri.

Óvenjudjúp lægð gengur nú þvert yfir landið og hefur heldur bætt í vind á Vestfjörðum frá því á hádegi. Þá er gert ráð fyrir miklu hvassviðri til fjalla. 

Gul viðvörun er einnig í gildi á Breiðafirði, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert